VEIKINDI

Ekki láta veikindin sigra þig.

Þegar þú veikist ertu viðkvæmari fyrir vökvamissi t.d. vegna hita, uppkasta og svitakasta.

ÞJÁLFUN

Hreyfiorka breytist í varmaorku sem veldur heitum líkama. Líkaminn kælir sig með svita og þá missirðu vökva og sölt.

Vöðvarnir og endurheimtin starfar betur í vökvajafnvægi.

TIMBURMENN

Mörgum veigum fylgir erfiður morgunn. Áfengi og koffín eru þvagræsandi efni sem valda því að þú missir mikinn vökva. Morguninn er erfiður því líkaminn er þornaður að innan.

Fáðu þér stiku, morgundagurinn þarf ekki að vera ónýtur.

SVEFN

Það eru margar ástæður fyrir vökvatapi í svefni. Sængin of heit, lokaður gluggi, náttfötin of þykk, hitastigssveiflur vegna mataræðis, þunglyndi, sykursýki, aukaverkanir lyfja, koffín eða áfengi að fara úr kerfinu og margt fleira.


Byrjaðu daginn í vökvajafnvægi og afrekaðu meira!

FERÐALÖG

Þurr í hálsinum eftir flug, jafnvel kvefeinkenni og höfuðverkur?

Það stafar af þurru lofti flugvélanna. Rakastig í flugvélum er almennt milli 20-30% en í andrúmslofti okkar Íslendinga er rakastigið 77,8% að meðaltali á ársgrundvelli. Mundu eftir besta ferðafélaganum!

HITI

Líkaminn hitnar við ýmsar aðstæður (hreyfing, veikindi, stress og fleira). Þegar líkaminn er of heitur þá grípur hann til eins ráðs, það er að svitna. Svitinn inniheldur ýmis nauðsynleg sölt.

Við vökvatap missir líkaminn þessi mikilvægu sölt og því fylgir ójafnvægi. Sleiktu sólina með góðri samvisku.